Finlandia Sumarkokteill 2019

Mekka Wine and Spirits í samstarfi við Finlandia Vodka hefja leitina að sumarkokteil Finlandia 2019 og það geta allir barþjónar tekið þátt.

Það eru glæsileg verðlaun í boði fyrir sigurvegarann! Við sendum barþjóninn sem á besta Finlandia Sumarkokteilinn á “Spirits of the Midnight Sun” sem fer fram í Helsinki 16-20. júní en þar munu 30 barþjónar koma saman til að vinna í hjarta Finnlands og njóta fróðleiks í bland við góða skemmtun.

Til að taka þátt sendir þú okkur þína uppskrift, lýsingu á íslensku og ensku, og sendu líka fallega mynd af drykknum á fridbjorn@mekka.is. Drykkurinn þarf að innihalda að lágmarki 3 cl af Finlandia Vodka og barinn þar sem þú starfar þarf að eiga Finlandia Vodka í hillunni.

Dómnefnd fagmanna velur sigurvegarann þann 19.maí

Skilafrestur er 14. maí.