Bacardi Legacy fyrirlestur

Bacardi Legacy fyrirlestur

Laugardaginn 11. janúar verður sérstakur fyrirlestur um Bacardi Legacy á Jungle Cocktail Bar. Þar munu Víkingur Thorsteinsson, sigurvegari Bacardi Legacy Iceland, og Hanna Karlson & Antero Semi, sigurvegarar Bacardi Legacy Finland, kynna keppnina og sigurdrykki sína, en þessir þrír keppendur munu keppa í lok febrúar um pláss í lokakeppni Bacardi Legacy Global sem haldin verður í Miami í sumar.

Þeim innan handar verður Juho Eklund, Trade Ambassador fyrir Bacardi og einn af helstu skipuleggjendum Bacardi Legacy á Norðurlöndum.

Fyrirlesturinn verður laugardaginn 11. janúar frá 15:00 – 17:00 og er öllum starfandi barþjónum boðið. Biðjum við þó barþjóna að skrá sig á bacardi@mekka.is

ATH. Þessir sömu barþjónar munu hafa PopUp á Jungle Cocktail Bar, föstudagskvöldið 10.janúar milli kl.21:00 – 1:00 og verða sigurdrykkir þeirra á eingöngu 1500kr