Bombay Bramble – Ný vara

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að nýjasta viðbótin í Bombay fjölskylduna, Bombay Bramble, er nú loksins komin til landsins!

Þetta nýja og ljúffenga gin er byggt á sömu uppskrift og hið klassíska Bombay Sapphire, sem allir ættu að þekkja, en með viðbættu fersku bragði brómberja og hindberja. Líkt og önnur gin er Bombay Bramble einna best með góðu tónik og sítrónu, en hið ferska berjabragð sem skín í gegn ætti að vera fullkomin viðbót fyrir þá sem vilja smá ávaxtakeim af sínum gin & tónik.

Taka skal þó fram að Bombay Bramble inniheldur engan viðbættan sykur né gervi bragðefni.Við fögnum þessari nýju og vönduðu viðbót í Bombay fjölskylduna og hvetjum ykkur eindregið til þess að kynna ykkur þetta nýja, bragðmikla og áhugaverða gin.

Hægt er að fá nánari upplýsingar um Bombay Bramble hjá sölumönnum okkar í síma 559-5600 eða sala@mekka.is