Caffé Borghetti hefur nú bæst inn í fjölskyldu Mekka Wines & Spirits.

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Caffé Borghetti hefur nú bæst inn í fjölskyldu Mekka Wines & Spirits.

Caffé Borghetti er hágæða ítalskur espresso-kaffilíkjör, búinn til eftir rúmlega 160 ára gamalli uppskrift Ítalans Ugo Borghetti. Framleiðsla Caffé Borghetti er nú í höndum hins virta brugghúss Fratelli Branca, sem framleiðir meðal annars Fernet Branca, Antica Formula og Sambuca Borghetti, sem eru einnig í vöruúrvali Mekka Wines & Spirits.

Við mælum eindregið með því að kynna ykkur vörumerkið og sögu þess betur, sem og fjölda skemmtilegra uppskrifta, á https://www.caffeborghetti.com/

Allar nánari upplýsingar má fá hjá sölumönnum Mekka Wines & Spirits í sala@mekka.is og í síma 559-5600