Jack Daniel‘s Bartender‘s Brunch

Hvað er betra en góður matur í góðra vina hópi?
Hvernig hljómar að kíkja í góðan mat fyrir keppni og fá sér nokkra Jack Daniel‘s í leiðinni?

Þá er bara málið að kíkja á efri hæðina á Lebowski á Jack Daniel‘s Bartender‘s Brunch fyrir Íslandsmeistaramótið. Vitum við að það er nóg um að vera í þessari viku og er þetta bara hugsað sem hittingur fólks í bransanum á skemmtilegum nótum. Engir fyrirlestrar eða því um líkt, bara Jack að segja takk.

Hvar: Lebowski (efri hæð)
Hvenær: Mið 6.apríl, milli 15.30-17.00

Frábært væri að keppendur myndu senda okkur línu með þátttöku á fridbjorn@mekka.is þannig að við gerum okkur grein fyrir mætingunni.