Jónmundur frá Apótekinu sigraði BeefeaterMIXLDN keppnina

Tólf frábærir barþjónar voru valdir af Beefeater teyminu í London að taka þátt í þessu úrslitakvöldi þar sem sigurvegarinn fer í ferð lífs síns til London á næsta ári, og á möguleika á að búa til sitt eigið gin.

Þessi keppni hefur verið haldin í sex ár og fékk Ísland loks að taka þátt í ár. Þema keppninnar þetta árið er „borgin þín“ það er kokteilar innblásnir af þinni borg í víðasta skilning.

Sebastina Hamilton Global Brand Ambassador hjá Beefeater var yfirdómari og krýndi að lokum eftir jafna og spennandi keppni Jónmund Þorsteinsson frá Apótek Restaurant sigurvegara 2017 með drykkinn „The tresures of Laugardalur“.

Jónmundur fer nú til London í febrúar og etur þar kappi við aðra heimsklassa barþjóna frá 35 löndum.

Hér fyrir neðan er uppskriftin af sigurdrykknum hans Jónmundar.

The Tresures of Laugardalur

  • 45ml beefeater london dry
  • 22ml rabarbara
  • 30ml djúsaðar hundasúrur
  • 22ml kerfilssíróp
  • Dass af appelsínubitter
  • Hristur og borinn fram á klaka í keramik kokteilglasi/blómapotti

Hér er myndband af keppninni