Munt þú hanna nýja Fernet Branca peninginn fyrir Ísland?
Óskað er eftir tillögum að hönnun fyrir aðra kynslóð Fernet Branca peningsins fyrir Ísland. Keppnin er opin öllum sem vinna í veitingageiranum á Íslandi og einu skilyrði hönnunarinnar eru að hún sameini Ísland og Fernet Branca á einhvern skemmtilegan hátt.
Gott er að taka fram að hönnunina má senda inn í ýmsum útfærslum. Verði þín tillaga valin verður fenginn hönnuður til að vinna og fullklára lokaútfærsluna með sigurvegaranum.
Eigandi bestu hönnunarinnar mun vinna:
• Fyrsta peninginn af annarri kynslóð íslenska Fernet Branca peningsins
• 3L Fernet Branca flösku
• Ferðavinning að andvirði 50.000 kr.
• Skemmtilegan Fernet Branca varning.
Annað og þriðja sætið munu einnig fá eintak af annarri útgáfu Fernet Branca peningsins og flottan Fernet Branca varning.
Skráningarfrestur er til 30. nóvember!
Tillögur í keppnina og fyrirspurnir skal senda á fernet@mekka.is