Jameson Caskmates – Nýtt og spennandi viskí

Til að fylgja eftir gríðarlegum bjóráhuga um allan heim kemur nú nýtt viskí frá Jameson sem skapað er með það fyrir augum að það passi vel með bjór.

Jameson Caskmates er þríeimað viskí sem er látið liggja á stout bjórtunnum í nokkurn tíma. Það er silkimjúkt og býr yfir bragðtónum sem hafa ekki verið til staðar hjá þeim áður líkt og karamellu, vanillu og kaffi.