Finlandia Vetrarkokteillinn – Þessir keppa til úrslita

Óhætt er að segja frá því að margar flottar uppskriftir hafa skilað sér inn í keppnina um Finlandia Vetrarkokteilinn í ár.

Við öfundum ekki Pekka Pellinen, Finlandia Global Brand Mixologic og hans meðdómara að hafa þurft að velja þá 8 kokteila sem munu keppa til úrslita enda mjög erfitt val.
Kokteilarnir voru sendir erlendis án nafn keppanda til að passa upp á hlutleysi og leyfa uppskriftinni og myndinni af kokteilnum að njóta sín sem best.
Pekka vakti athygli á því hversu gaman það er að sjá þá þróun sem hefur átt sér stað í kokteilagerð hér á landi frá því hann kom hingað fyrst fyrir 13 árum og hann vill sérstaklega þakka öllum barþjónum fyrir þátttökuna enda eru þetta allt kokteilar í hæsta gæðaflokki.

Í lok dags þurfti að velja 8 kokteila sem verða prófaðir af innlendri dómnefnd á fimmtudaginn næsta og þeir eru:

  • Drykkurinn “After Eight” eftir Ivan Svan Corvasce frá Snaps
  • Drykkurinn “Alcyone’s cherry” eftir Ko Fos frá Apótek Kitchen/bar
  • Drykkurinn “Beet it“ eftir Jakob Eggertsson frá Jungle bar
  • Drykkurinn “Bláberg” eftir Jakob Arnarson frá Bastard
  • Drykkurinn “Espelette” eftir Fannar Loga Jónsson frá Sushi Social
  • Drykkurinn “Finish it” eftir Patrick Hansen frá Public House
  • Drykkurinn “Poomkin Patch” eftir Víkingur Thorsteinsson frá Jungle bar
  • Drykkurinn “Revenge is a radish, best served cold” eftir Hrafnkell Gissurarson frá Apótek Kitchen/bar

Á fimmtudaginn næsta milli kl.16-20 mun dómnefnd kíkja á bar keppenda eða bjóða keppendum að nota Mekka barinn til að búa til kokteilinn sinn fyrir dómnefndina.